Atburđir

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Kvennagull

Karlakórinn Ernir tók upp þennan gullfallega disk í byrjun árs 2015. Þrjú lög á þessum diski voru æfð fyrir síðustu utanför kórsins til Suður-Týról á Ítalíu árið 2014. Það síðasta, sambræðingurinn um "Bjössa á mjólkurbílnum" og "Papaveri e Papere" er útsett af Vilbergi Viggóssyni eins og mörg önnur lög á disknum, enda má kalla hann hirðútsetjara kórsins. Þá er á disknum hið stórskemmtilega lag Hey! sem náði langt í Eurovision-forkeppninni 2012, auk margra annarra.

 

Heiðursmennirnir Hreinn Þorkelsson og Jón Reynir Sigurðsson syngja einsöng á disknum af mikilli snilld. Fjölbreyttur undirleikur og hljóðfæraleikur af ýmsu tagi og útsetningar líflegar og skemmtilegar. Upptökur fóru fram í Ísafjarðarkirkju og Hömrum á Ísafirði í byrjun árs 2015. Upptökustjóri var Sveinn Kjartansson.

 

Diskinn er hægt að panta hér í gegnum netfang kórsins, karlakorinn@snerpa.is. Einnig má hafa samband við stjórnarmenn og panta hann þar:

 

Sigmundur Þórðarson, gsm: 863-4235 (sigmfth@simnet.is)
Andrés Guðmundsson, gsm: 894-1332 (jag@frosti.is)
Viðar Konráðsson, gsm: 893-4511 (afi@snerpa.is)

 

Diskurinn kostar kr. 2.500.- og hægt er að greiða hann í netbanka inn á reikning: 0154-26-022001, kt: 561002-2820.

 

Lagalisti:

 1. Hey!
 2. Selja litla
 3. Hlátur
 4. Ísafjörður
 5. Hornbjarg
 6. Brimlending
 7. Á Sprengisandi
 8. Sprettur
 9. Suðurnesjamenn
 10. Fall krónunnar
 11. Donna Domm
 12. La Montanara
 13. Signore Delle Cime
 14. Bjössi á mjólkurbílnum / Papaveri e Papere
Vefumsjón