Atburđir

« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Hörđur Högnason | ţriđjudagurinn 19. maí 2015

2. tenor brillerar!

Davíđ Sighvatsson
Davíđ Sighvatsson

Davíð Sighvatsson, Dýrfirðingur og 2. tenor í Karlakórnum Erni, debúteraði sem stjórnandi á vortónleikum kórsins þ. 14. og 17. maí s.l., þegar hann leiddi okkur í gegnum lagið "Til eru fræ". Stjórnaði hann af nákvæmni og með myndugleik. Komust félagar hans ekki upp með nokkurt múður, eða feilpúst.

 

Daginn eftir, þ. 18. maí hélt Davíð svo útskriftartónleika sína frá Tónlistarskólanum á Ísafirði. Þar söng hann og spilaði á píanó, gítar og ukulele. Efnisskráin var fjölbreytt, bæði klassísk og ný, m.a. verk eftir hann sjálfan.

 

Félagar hans í kórnum óska honum allra heilla í framtíðinni, en Davíð ætlar að leggja tónlistina fyrir sig og hefja nám syðra í haust. 2. tenor þakkar honum fyrir samveruna í vetur. Hans verður sárt saknað.

Athugasemdir

#1

rolex replica, föstudagur 15 september kl: 01:08

good

Skrifađu athugasemd:


Vefumsjón