Atburđir

« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Hörđur Högnason | ţriđjudagurinn 29. apríl 2014

Ernir í Ísafjarđarkirkju 1. maí

Karlakórinn Ernir verður með árlega vortónleika sína í

Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 1. maí, kl. 17,

í Félagsheimilinu í Bolungarvík laugardaginn 3. maí, kl. 16

og í Félagsheimilinu á Þingeyri sunnudaginn 4. maí, kl. 16.

          
Lagavalið er að uppistöðu til efnisskrá, sem kórinn fer með til Norður-Ítalíu í
júníbyrjun. Það er úrval íslenskra laga, sem kórinn hefur sungið á undanförnum
árum.

 

Eitt lag er þó nýtt hjá kórnum, en það er útsetning Vilbergs Viggóssonar
á því góða lagi „Bjössi á mjólkurbílnum“. Það kom nefnilega uppúr dúrnum, þegar
kórinn leitaði að ítölsku lagi til að syngja fyrir þá úti, að „Bjössi“ er ekki
einkaeign Íslendinga, heldur rammítalskt lag og vel þekkt þar að auki. Það
heitir í raun „Papere e Papaveri“, eða „Endur og valmúi“ og er ítalska og
íslenska textanum blandað saman á skemmtilegan hátt í útsetningu Vilbergs. Þess
má geta, að í laginu verður fullt nafn Bjössa opinberað í fyrsta skipti.

Athugasemdir

#1

darkwebsites.org, mánudagur 25 september kl: 12:04

darkwebsites.org Whenever you don’t have an idea about something, you would like to search in web browser

Skrifađu athugasemd:


Vefumsjón