Atburđir

« Febrúar »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Hörđur Högnason | sunnudagurinn 5. febrúar 2012

Ćfingaplaniđ er á innra netinu

Kæru karlakórsfélagar! Æfingaplan til páska er nú komið í "Tilkynningarnar" á lokuðu síðunni okkar.

Kíkið á það! Ef þið komist ekki þar inn, látið HH vita. Verið vakandi yfir tölvupóstum með nótum. Þið eigið að prenta þær sjálfir út fyrir ykkur, til að spara mér og öðrum vinnu við ljósritun. Alltaf eru að bætast fleiri lög á Sibelius-síðuna, þar sem þið getið hlustað á röddina ykkar og æft ykkur heima. Ef þið getið það ekki, hafið samband við HH. Nótur eru líka að koma inn á PDF-síðuna, þar sem þið getið prentað út sjálfir það sem ykkur vantar. Þá er unnið stíft að því að setja texta inn á texta-síðuna til að auðvelda ykkur lærdóminn. 

Nýir félagar eru hvattir til að hafa samband við raddformenn sína, ef eitthvað er óljóst, erfitt, eða þarfnast skýringa. Hver rödd er hvött til að skipuleggja samverustund utan æfingadaga, til að fara yfir óljósa hluti með nýrri félögum, sérstaklega gamalgróin lög, sem allir gamlir félagar kunna.

Hörđur Högnason | sunnudagurinn 8. janúar 2012

Nýársfagnađur Kvenfélags Karlakórsins Ernis

 

verður haldinn laugardaginn 14. janúar 2012 í Félagsheimilinu í Bolungarvík.

 

Við mætum allar þegar húsið opnar kl. 19:00 og tökum kallana með.

Þeir sjá um skemmtiatriðin, en við kvenfélagskonur erum hvattar til að eiga eitthvað í handraðanum líka.

Rútuferð verður frá Ísafirði fyrir þá sem vilja og verður ferðaplanið auglýst síðar.

Á matseðlinum verða tilbrigði við skötusel og lamb, með meiru, og kosta herlegheitin um kr. 5.000.- á munn.

Langibar verður að sjálfsögðu opinn fyrir mungátina.

Þátttöku og rútuferð þarf að tilkynna fulltrúa formanns skemmtinefndar, Sigurjóni Guðmundssyni, í síðasta lagi á fimmtudagsæfingunni 12. janúar.

Þangað til eruð þið hvattar til að láta Sigurjón vita um þátttöku á netfanginu sigg@snerpa.is.

Eldri fćrslur
Vefumsjón