Atburđir

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Hörđur Högnason | föstudagurinn 20. apríl 2012

Ćfingaplan kóranna á laugardagsmorgninum 21. apríl

kl 09:30      Mæting allra kóranna í íþróttahúsið. ATH: Komnir í hús kl. 9:30!!! Stórkórinn raðar sér beint á
                   pallana, f.v: 1B-2T-1T-2B


kl 09:45      Sameiginleg upphitun: Báta Joó
kl 10:00      Heklusöngur: Aladár Rácz
kl 10:07      Ísafjörður: Beata Joó
kl 10:17      Hornbjarg: Pál Barna Szabó
kl 10:27      Norður við heimskaut: Beáta Joó
kl 10:42      Ó,Guðs vors lands: Guðmundur Óli Gunnarsson

kl 10:52      Hlé í 15 mínútur


Gefnar eru 2 mínútur til að kór komi sér
niður af pöllum og annar sé tilbúinn á pöllum til æfingar.

 

Gert er ráð fyrir að 10 mínútur á kór séu til að máta sig við nýjan stað, kynnast hljómburðinum
og taka þau 1-2 lög, sem eru brothættust.

 

Ströng tímamörk eru gefin á þessar 10 mín og ekki leyfð framúrkeyrsla þar!

 

Að öðru leiti fá kórarnir aðstöðu í menntaskólanum til að æfa sig. Einnig geta þeir notað
pallana (í mesta bróðerni) frá 12: 30-13:30.


kl 11:07      Hreimur
kl 11:19      Dalvík
kl 11:31      Raddbandafélag
kl 11:43      Hreppamanna
kl 11:55      Ernir
kl 12:07      Geysir
kl 12:19      Eyjafjarðar


kl 12:31      Hlé til kl. 14, þegar tónleikarnir hefjast með ávarpi.

Hörđur Högnason | föstudagurinn 2. mars 2012

Kynning efnisskrár hvers kórs á tónleikunum

 

Spurt hefur verið um kynningu hvers kórs á tónleikunum. Ég geri ráð fyrir að gera svona venjulegt tónleikaprógram í stærðinni "brotið A4 blað", en bara fleiri blaðsíður, þar sem hver kór fær eina A5 síðu með upplýsingum um efnisskrána, stjórnanda, undirleikara og einsöngvara og smá upplýsingar um kórinn.


Að öðru leiti sér kórinn um að kynna sig og sitt á sviðinu. Það er skemmtilegra fyrir áheyrendur.


Ef kórarnir vilja kynna sig enn frekar, þá er einfalt að þið gerið plakat um kórinn og hengið upp í íþróttahúsinu.

 

Þið sendið þessar upplýsingar á mig allar í einu þegar þær eru ljósar:

Efnisskrá

Stjórnandi + mynd

Undirleikarar + mynd af aðalundirleikara

Einsöngvarar

Örstutt kynning á kórnum.

Hörđur Högnason | fimmtudagurinn 1. mars 2012

Kort af Ísafirđi

 

Föstudagur, 20. apríl:

 • Á föstudagskvöldinu verða Ernismenn að störfum í íþróttahúsinu á Torfnesi. Aðkomnum kórmeðlimum og mökum þeirra er boðið að líta við, þegar þeir aka hjá á leið í náttstað, og þyggja smá góðgerðir. Látið endilega sjá ykkur!!!!

Laugardagur 21. apríl:

 • Kl. 10-13: Æfing á sameiginlegu lögunum og æfing einstakra kóra á eftir.
  • Næring er á staðnum gegn vægu verði.
  • Kórarnir hafa annars aðstöðu til hvíldar, fataskipta og geymslu í Menntaskólanum við hlið íþróttahússins.
 • Kl. 10-13: Makadagskrá.
 • Kl. 14-17: Tónleikar (röð kóra valin af handahófi [miðar uppúr hatti]):
  • Ávarp formanns Heklumótsnefndar
  • 1. Karlakórinn Hreimur
  • 2. Karlakór Dalvíkur
  • 3. Karlakórinn Vestri
  • 4. Raddbandafélag Reykjavíkur
  • 5. Karlakór Hreppamanna
  • 6. Karlakórinn Ernir
  • 7. Karlakór Akureyrar-Geysir
  • 8. Karlakór Eyjafjarðar
  • Hlé: 20 mín
  • 9. Sameiginlegur söngur:
   • Heklusöngur
   • Ísafjörður
   • Hornbjarg
   • Norður við heimskaut
   • Lofsöngur (Ó, Guð vors lands)
  • Gert er ráð fyrir að hver kór hafi allt að 12 mínútum til söngs á einkaprógrami sínu og ráði því lagafjölda sínum innan þeirra tímamarka. Sjá nánari tímasetningu neðar.
  • Sölubás fyrir boli, pólóboli o.fl. merktu mótinu
 • Kl. 19:30: Hátíðarkvöldverður, skemmtun og dans í íþróttahúsinu.
  • Húsið opnar kl. 19:30.
  • Bar opinn fyrir þyrsta. M.a. er sérmerktur mótsbjór til sölu.
  • Matseðill, með fyrirvara um breytingar og skreytingar (verð er kr. 6.000.- á haus [maga]):
   • Forréttur: Saltfiskréttur með tómatmauki
   • Aðalréttur: Lamb með villisveppasósu
   • Eftirréttur: Terta með ?sósu og rjóma
  • Gert er ráð fyrir að kórarnir skemmti matargestum á meðan á borðhaldi stendur og eru tímatakmörk þar max. 8 mínútur á kór. Ræðuhöld leyfir veislustjóri, ef tími er til, en þá er ræðutími takmarkaður við 4 mín.
  • Dansleikur að borðhaldi loknu, ef þátttaka er góð (fer eftir fjölda maka)

12 mín x 8 kórar í söng:                              96 mín       

4 mín upp/niður/klapp x 8 kórar:                 32 mín

Hlé fyrir uppröðun samsöngs:                     20 mín        

5 lög sungin saman + aukalag:                   20 mín

Samtals:                                                    168 mín = 2 t 48 mín

Hörđur Högnason | fimmtudagurinn 23. febrúar 2012

Stađfesting á komu kóra til Heklumóts á Ísafirđi 21. apríl

Nú eru þeir kórar, sem ákveðið hafa að koma á Heklumót á Ísafirði óðum að bóka gistingu og er þá ekki úr vegi að biðja þá að staðfesta það hér í athugasemdum, eða í netfangi: hordur@hvest.is, eða í síma: 894 0927:

 1. Hve margir kórmeðlimir koma í raun á Heklumót?
 2. Hve margir makar fylgja þeim?
 3. Hvar er gist?
 4. Hvenær þið komið til Ísafjarðar? Ætlunin er nefnilega að hafa smá móttöku á föstudagskvöldinu 20. apríl, ef þið komið í bæinn á kristilegum tíma.

Þá eru þeir kórar, sem hafa verið óákveðnir, beðnir um að segja af eða á um komu á Heklumótið, því talsvert af undirbúninginum fer eftir mannfjölda, þ.m.t. ýmis verð, makadagskrá og og aðrar uppákomur. 

Þegar er ljóst, að kórar í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum koma ekki (Lóuþrælar, Bólstaðarhlíðarmenn og Heimir). Ekki heldur Karlakór Siglufjarðar og ekki Drífandi á Egilsstöðum.

 

 

 

 

Eldri fćrslur
Vefumsjón