Atburđir

« Mars »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Međleikari

Margrét Gunnarsdóttir
Margrét Gunnarsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir er píanóleikari Karlakórsins Ernis. Hún hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar 8 ára að aldri og var nemandi Ragnars H. Ragnar.  Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1974 hóf hún nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur, píanókennari hennar þar var Árni Kristjánsson. Hún nam einnig við Ohio University í Bandaríkjunum í hálft ár.

 

Haustið 1978 fór hún til Amsterdam í Hollandi þar sem hún stundaði nám við Sweelinck Conservatorium og tók þaðan lokapróf vorið 1984. Píanókennari hennar í Amsterdam var Willem Brons. 


Að námi loknu settist Margrét að á Ísafirði og hefur starfað við tónlistarkennslu og tónlistarstörf á Ísafirði og í nágrenni síðan. Árið 1993 stofnaði hún ásamt fleirum Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og hefur verið aðalkennari og stjórnandi skólans frá
upphafi.

 

Um tíu ára bil stjórnaði hún ásamt Guðrúnu Bjarnveigu Magnúsdóttur Kvennakór Bolungarvíkur. Hún var organisti á Suðureyri í 12 ár og hefur spilað við athafnir í flestum kirkjum á norðanverðum Vestfjörðum. Árið 1996 stofnaði hún ásamt fleirum Söngfjelagið úr Neðsta. Sem píanóleikari hefur Margrét leikið einleik, samspil og verið undirleikari hjá hinum ýmsu söngvurum bæði á Íslandi og erlendis.


Árið 2006 gerðist Margrét undirleikari karlakórsins Ernis og hefur unnið með honum óslitið síðan. Haustið 2008 stjórnaði hún kórnum í fjarveru Beötu Joó.

 

Margrét var valinn bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2011.

Vefumsjón